Um Skeljung

Hlutverk Skeljungs er að þjóna orkuþörf fyrirtækja á hagkvæman og öruggan máta í sátt við samfélagið og umhverfi sitt.

Starfsemi Skeljungs er á sviði sölu og þjónustu við fyrirtæki tengt fjölorku. Fyrirtækið sér um dreifingu, innkaup og heildsölu á eldsneyti, smurolíum, hreinsi- og efnavörum, áburði sem og öðrum vörum og þjónustuþáttum til fyrirtækja og bænda. Þjónusta og sala til stórnotenda, til útgerða, í flug og verktöku er einnig hluti af starfseminni.

Skeljungur er enn fremur umboðsaðili Shell á Íslandi auk þess að fara með eignarhald í Barki, EAK, Fjölveri og Ecomar.

Skeljungur tilheyrir samstæðu Styrkás og fylgir stefnum og reglum sem móðurfélagið hefur sett.


Hjá Skeljungi starfa um 60 manns um land allt. Forstjóri Skeljungs er Þórður Guðjónsson.


Framkvæmdarstjón Skeljungs

Frá vinstri: Ingi Fannar, Guðmundur Reynir, Þórður og Ingunn Þóra
Frá vinstri: Ingi Fannar, Guðmundur Reynir, Þórður og Ingunn Þóra

Þórður Guðjónsson, forstjóri Skeljungs

Sem forstjóri heyrir Þórður beint undir stjórn og ber ábyrgð á rekstri félagsins gagnvart henni, þ.m.t.
reikningsskilum, færslu bókhalds, samskipti við banka, afla nýrra viðskiptasambanda og viðhalda
þeim sem eru fyrir, þróa vöru- og þjónustuframboð félagsins, þar sem áhersla er á vöxt þess, auk alls annars sem varðar starfsemi félagsins. Þórður er með B.Sc.-próf í viðskiptafræði frá Háskólanum á Bifröst árið 2010.

Ingi Fannar Eiríksson, framkvæmdastjóri sölusviðs

Ingi Fannar hefur setið í framkvæmdastjórn Skeljungs frá desember 2021 og er framkvæmdastjóri sölusviðs. Ingi stýrir og ber ábyrgð á sölumálum, áætlanagerð sem og daglegum rekstri og stjórnun sviðsins. Ingi útskrifaðist með B.Sc.-próf í viðskiptafræði frá Háskólanum á Bifröst árið 2009.

Guðmundur Reynir Gunnarsson, fjármálastjóri Skeljungs

Guðmundur var ráðinn fjármálastjóri Skeljungs í desember 2021. Í starfi sínu ber hann ábyrgð á gerð reikningsskila, mánaðar- og ársfjórðungsuppgjöra, áætlanagerð, fjárstýringu, daglegum rekstri og stjórnun fjármálasviðs. Guðmundur útskrifaðist með BA-próf í hagfræði frá Háskóla Íslands árið 2014.

Ingunn Þóra Jóhannesdóttir, framkvæmdastjóri rekstarsviðs

Ingunn Þóra var ráðin framkvæmdastjóri rekstrarsviðs Skeljungs frá júní 2024. Áður gengdi hún hlutverki sjálfbærni og öryggisstjóra Skeljungs. Ingunn Þóra er viðskiptafræðingur að mennt og starfað áður hjá Landsbankanum.

Kjarnagildi Skeljungs eru:

Jákvæð
Við sköpum saman jákvætt og gott vinnuumhverfi. Við stuðlum að opnum og heiðarlegum samskiptum með því að tala opinskátt um hlutina. Við sýnum hvert öðru virðingu og erum óhrædd að viðurkenna mistök. Skeljungur er góður og eftirsóknarverður vinnustaður. Skeljungur er traustur félagi viðskiptavina sinna.

Metnaðarfull
Við erum drífandi, dugleg og metnaðarfull. Við gerum miklar kröfur til okkar sjálfra og samstarfsmanna okkar. Saman sem ein heild náum við árangri með því að hvert og eitt okkar taki ábyrgð á þeim verkefnum sem okkur eru falin.

Tilbúin í breytingar
Við erum opin fyrir breytingum og erum sífellt að leita nýrra leiða til að ná sem bestum árangri. Við sýnum frumkvæði, erum námsfús og leggjum metnað í að gera ætíð okkar besta. Við erum tilbúin til þess að stuðla að breytingum sem eru til hagsbóta fyrir vinnustaðinn, viðskiptavini okkar og umhverfið.