Stefnur og reglur

Hjá Skeljungi leggjum við mikla áherslu á skýrar stefnur og reglur til að tryggja örugga og ábyrga þjónustu. Við fylgjum lögum og reglum og leggjum áherslu á að viðhafa siðferðilega og samfélagslega ábyrgð í öllum okkar verkefnum.

Skeljungur tilheyrir samstæðu Styrkás og fylgir stefnum og reglum sem móðurfélagið hefur sett. Hér getur þú kynnt þér stefnur okkar, svo sem mannauðs- og sjálfbærnisstefnu, ásamt öðrum lykilreglum sem stýra starfsemi okkar. Markmið okkar er að viðskiptavinir og samstarfsaðilar geti treyst á áreiðanleika, fagmennsku og heiðarleika í öllu sem við gerum.

Sjálfbærni

Skeljungur tilheyrir samstæðu Styrkás sem sett hefur sjálfbærnistefnu sem nær allrar starfsemi samstæðunnar þar með talið dótturfélaga og markar megináherslur félaganna í sjálfbærni. Styrkás gefur árlega úr árs- og sjálfbærniskýrslu þar sem lesa má um sjálfbærni áherslur samstæðunnar og sjálfbærniuppgjör hér.

ISO 9001:2015

Skeljungur starfrækir gæðastjórnunarkefi í samræmi við kröfur sem settar eru fram í staðlinum ÍST EN ISO 9001:2015.

Opna skjal

ISO 14001:2015

Skeljungur starfrækir umhverfisstjórnunarkerfi í samræmi við kröfur sem settar eru fram í staðlinum ÍST EN ISO 14001:2015.

Opna skjal

Samfélagsstyrkir

Við viljum láta gott af okkur leiða og styðja við samfélagsverkefni. Styrkjanefnd Skeljungs afgreiðir allar styrktarbeiðnir mánaðarlega, farið er eftir styrkjastefnu félagsins við úthlutun styrkja. Hægt er að kynna sér stefnuna hér. Við munum svara öllum styrkjabeiðnum sem okkur berast.

Hlekkur á umsóknarsíðu

Stefnur og reglur