Hvað er E10?

E10 er venjulegt blýlaust bensín blandað með á 10% etanóli sem mun hjálpa til við að draga úr losun koltvísýrings (CO2).

Bensín á Íslandi inniheldur nú allt að 5% endurnýjanlegt etanól (þekkt sem 95 oktan).

E10 er öruggt og áreiðanlegt eldsneyti, samhæft við flesta bensínknúna bíla á vegum í dag.

E10 bensín er nú þegar mikið notað um allan heim, þar á meðal í Evrópu, Bandaríkjunum og Ástralíu. Það hefur einnig verið viðmiðunareldsneytið sem nýir bílar hafa verið prófaðir fyrir útblástur og frammistöðu síðan 2016.

Með því að blanda bensíni með allt að 10% endurnýjanlegu etanóli þarf minna jarðefnaeldsneyti, sem hjálpar okkur að draga úr kolefnislosun og ná markmiðum um loftslagsbreytingar.

Framleiðsla á endurnýjanlegu etanóli til blöndunar við jarðefnabensín leiðir einnig af sér verðmætar aukaafurðir, þar á meðal dýrafóður og bundið koldíoxíð.

Etanól er litlaust og hægt er að nota sem eldsneyti. Það er talið endurnýjanlegt eldsneyti þar sem það er framleitt úr lífrænum úrgangi.

Getur minn bíll notað E10?

Meirihluti nútímabíla sem keyra á blýlausu bensíni í dag geta gengið á E10.

Ökumenn ættu alltaf að fylgja ráðleggingum ökutækjaframleiðanda um ráðlagt eldsneyti til að nota í ökutæki þeirra. Í sumum bílum má finna þessar upplýsingar innan á bensínlokinu. Ef það er ekki til staðar skaltu skoða eigandahandbókina eða vefsíðu framleiðanda.

Afkastamikil farartæki og eldri bílar, sérstaklega þeir sem smíðaðir voru fyrir 1986, en einnig allir sem nota eldri tækni, eins og blöndunga (tæki sem blandar lofti við úða af fljótandi eldsneyti), ættu ekki að nota E10 þar sem þessar vélar eru ekki hannaðar til að keyra á etanólblöndu.

Bílar byggðir með nýrri tækni nota eldsneytisinnsprautunarkerfi (Bein innspýting). Geta þar af leiðandi notað E10

Eldsneytissparnaður

Notkun E10 bensíns getur dregið örlítið úr sparneytni (fjöldi kílómetra sem þú getur keyrt á lítra af eldsneyti). Það er ólíklegt að það verði áberandi í daglegum akstri.

Aðrir þættir – eins og akstursstíll þinn eða akstur með lítin loftþrýsting í dekkjum eða þakgrind mun hafa mun meiri áhrif á eyðslu en að nota E10 bensín.

Hvað á að gera ef bíllinn þinn getur ekki notað E10 bensín?

Haltu áfram að nota 98 oktan bensín sem verður áfram fáanlegt á stærri bensínstöðvum. Athugaðu merkimiðann áður en þú fyllir á.

Hvað á að gera ef þú setur E10 bensín í ökutæki sem styður ekki E10?

Fylltu bara á með 98 oktan næst.

Það er ekki mikið vandamál að nota einn tank af E10 bensíni í ökutæki sem ekki styður E10. Gakktu úr skugga um að þú fyllir á með 98 oktan næst.

Ólíkt því að setja bensín í dísilvél, ættir þú ekki að þurfa að tæma tankinn. Eitt skipti mun ekki valda vélarskemmdum. Langvarandi notkun E10 bensíns í ökutæki sem ekki er samhæft getur hins vegar valdið skaða og er ekki mælt með því.

Blöndun E10 og 98 oktan bensíns.

Ef ökutækið þitt tekur við E10 bensíni, þá er engin ástæða fyrir því að þú getir ekki blandað 2 tegundum af bensíni (98 oktan og E10 ). Það er fullkomlega óhætt að blanda þeim í sama tank eða fylla með 98 oktan ef E10 er ekki í boði.

Bátar, flugvélar og annar bensínknúinn búnaður.

Annar bensínknúinn búnaður gæti ekki verið samhæfður E10 bensíni, þar á meðal:

• Bátar

• Bensínknúin garðtæki eða vélar, svo sem sláttuvélar og keðjusagir

Eigendur ættu að skoða eiganda handbókina eða spyrja framleiðanda og söluaðila áður en E10 er notað.

Eigendur léttra loftfara sem nota 98 oktan bensín ættu að halda áfram að nota 98 oktan bensín nema framleiðandi þeirra eða eftirlitsaðili hafi samþykkt annað sérstaklega.